Fótbolti

Framtíð Cole í óvissu

Carlton Cole er að íhuga framtíð sína hjá West Ham samkvæmt enskum miðlum. Hann er víst orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnar félagsins varðandi samningamál sín.

Enski boltinn

Fyrirliði MK Dons til Blackburn

Blackburn hefur gert þriggja ára samning við Keith Andrews en hann var fyrirliði MK Dons. Paul Ince, stjóri Blackburn, þekkir þennan 27 ára leikmann vel frá því að hann stýrði MK Dons.

Enski boltinn

City áfram eftir vítaspyrnukeppni

Það þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara í viðureign Midtjylland og Manchester City í Evrópukeppni félagsliða. Danska liðið vann óvæntan eins marks sigur í fyrri leiknum sem fram fór í Englandi.

Enski boltinn

Ólafur velur landsliðið í dag

Ólafur Jóhannesson mun í hádeginu í dag tilkynna val sitt á landsliðshópnum sem mætir Noregi og Skotlandi í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2010.

Fótbolti

Eggert skoraði úr víti er Hearts féll úr leik

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts sem féll í gær úr leik í skosku deildarbikarkeppninni. Liðið varð að játa sig sigrað fyrir B-deildarliðinu Airdrie í vítaspyrnukeppni, 4-3, eftir markalausan framlengdan leik.

Fótbolti

Dirk Kuyt bjargaði Liverpool

Dirk Kuyt var hetja Liverpool er hann skaut liðið áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu undir lok framlengingar leiks Liverpool og Standard Liege frá Belgíu í kvöld.

Fótbolti

Kýpverjar höfðu betur gegn stóra bróður

Anarthosis Famagusta varð í kvöld fyrsta knattspyrnuliðið frá Kýpur til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hafði betur gegn Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferð forkeppninnar.

Fótbolti

Frétt á heimasíðu Stabæk röng

Á heimasíðu Stabæk var því haldið fram í gærkvöldi að Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason hefðu verið valdir í íslenska landsliðið. Það reyndist ekki rétt.

Fótbolti