Lífið

Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“

„Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn.

Lífið

Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju

„Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum.

Lífið

Vinaparið nefndi dótturina

Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson nefndu dótturina, sem kom í heiminn 4. júlí síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Stella Katrín Sigurjónsdóttir Imsland í blíðviðrinu í gær. 

Lífið

Stjörnulífið: Íslenskar barbies, brúðkaup og bossar

Barbie er sannarlega að eiga stórt móment í dægurmenningunni í dag og samfélagsmiðlastjörnur landsins taka því fagnandi. Ástin einkenndi síðastliðna viku með brúðkaupum og bumbumyndum og Íslendingar halda áfram að ferðast, hvort sem það er innanlands eða að elta sólina. 

Lífið

Hildur Guðna og Sam giftu sig á á­star­f­leyi

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það.

Lífið

Love Is­land stjörnur trú­lofaðar

Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. 

Lífið

Dæla út leik­­fanga­­myndum í kjöl­far Bar­bie

Það stefnir allt í að kvikmyndin Barbie verði hittari en leikfangarisinn Mattel er með enn fleiri myndir byggðar á leikföngum fyrirtækisins í bígerð. Búið er að tilkynna fjórtan myndir opinberlega en rúmlega 40 myndir eru í framleiðslu.

Lífið

Maturinn kláraðist á fyrri degi Götu­bita­há­tíðar

Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. 

Matur

Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði

„Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“

Lífið

Segist hafa farið til hel­vítis og heim aftur

Jamie Foxx hefur í fyrsta sinn tjáð sig um heilsu­fars­vanda­mál sem hafa verið að pliga hann. Leikarinn dvaldist á spítala í apríl í At­lanta borg í Banda­ríkjunum en ekki hefur komið fram um hvaða veikindi var að ræða.

Lífið

Íslensku lögin taka yfir topp tíu

Emmsjé Gauti situr staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu. Íslenski listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag og eiga efstu fimm lög listans í þessari viku það sameiginlegt að vera öll íslensk.

Tónlist

Fann ekki drauma­kjólinn svo hún saumaði hann sjálf

Myndlistarkonan og tískuunnandinn Aníta Björt Sigurjónsdóttir hefur verið búsett í Mílanó undanfarin ár og segir stíl sinn í stöðugri breytingu. Hún var að opna vefverslunina Mamma Mia Vintage ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Guðnýju þar sem handvalin notuð föt frá Ítalíu eru í forgrunni en þær verða með svokallaðan „Pop Up“ viðburð á Bankastræti 12 um helgina. Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg

Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali.

Lífið

„Hérna er allt þægi­legt og kósí og mjúk teppi“

Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina.

Menning

Leyndir hæfileikar þekktra Íslendinga

Hæfileikar einstaklinga eru mismunandi og tengjast oft á tíðum áhugamálum. Þá býr fólk stundum yfir leyndum og óútskýrðum hæfileikum sem gætu flokkast sem óhefðbundnir líkt og geta snert nefið á sér með tungubroddinum eða rappa á kínversku svo dæmi séu tekin.

Lífið

Ís­­lendingur ferðast um Banda­­ríkin með Metalli­­ca og Pan­tera

Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. 

Lífið

Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó

Það heyrir almennt ekki til tíðinda þegar karlmenn á þrítugsaldri, svokallaðir „gaurar“, hópa sig saman og fara í bíó. Í bíóhúsum borgarinnar má oft sjá þó nokkra gaura sitja saman með popp og kók og njóta þess að horfa saman á misgóðar kvikmyndir. En, miðvikudaginn 19. júlí 2023 fóru 50 gaurar saman í bíó. Þetta er okkar saga. 

Lífið

„Langar að minna þol­endur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“

„Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu.

Tónlist

Eftir sumarfrí leiðinn og góð ráð

Flestir tengja veturinn við þann tíma sem dregur fólk niður andlega og jafnvel í þunglyndi. En að sumarið sé hins vegar skemmtilegi, fjörugi og bjarti tíminn okkar. Þar sem það er miklu skemmtilegra. Þótt það rigni eða blási.

Áskorun

Þóttist vera dáin

Mar­got Robbie segist hafa verið mikill prakkari þegar hún var barn. Hún hafi í­trekað þóst vera dáin til þess að hefna sín á barna­píunni sinni þegar hún var lítil.

Lífið

Segist hafa stokkið of hratt í sam­bandið með Pete

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sagði frá því í nýjasta þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians, að hún hafi stokkið of hratt í ástarsamband með uppistandaranum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West.

Lífið