Lífið

Styttist í Tvíæringinn í Feneyjum

Það styttist í Tvíæringinn í Feneyjum: Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson myndlistarmaður var valinn af fagnefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að vera fulltrúi Íslands á þessari stærstu og virtustu myndlistarmessu Evrópu. Í vikunni var tilkynnt að Landsvirkjun kæmi honum til stuðnings.

Lífið

Upptökustjóri látinn

Einn af upptökustjórum rapparans 50 Cent, Dave Shayman, fannst látinn á heimili sínu í New York. Talið er að hinn 26 ára Shayman hafi framið sjálfsvíg, enda átti hann við þunglyndi að stríða.

Lífið

Vinylútgáfa af Kajak

Nýjasta plata Benna Hemm Hemm, Kajak, er nú fáanleg í vinylútgáfu. Með útgáfunni fylgir sjötommu plata þar sem sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman tekur lagið með Benna Hemm Hemm.

Tónlist

Þrælar þorrans

Skáldafélagsskapurinn Nýhil stendur fyrir upplestrarkvöldi í Stúdentakjallaranum við Hringbraut í kvöld.

Menning

Fimmtudags forleikurinn

Hljómsveitirnar Vicky Pollard, Út-Exit, Gordon Riots og Foreign Monkeys leika á vegum Fimmtudagsforleiks Hins hússins í kvöld. Foreign Monkeys eru sigurvegarar Músíktilrauna árið 2006. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er allir 16 ára og eldri velkomnir. Að venju er frítt inn.

Lífið

Örvæntingarfull leit að blóðdemanti

Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk.

Bíó og sjónvarp

Veðbankar spá Scorsese sigri

Mynd Martins Scorseses, “The Departed” er uppáhald veðbanka til Óskarsverðlauna í flokkunum besta mynd og besti leikstjóri í ár. Veðmangarar segja 10/11 líkur á því að myndin verði valin besta myndin, og 1/3 að Scorsese fá leikstjóraverðlaunin. Í bestu mynd kemur Babel næst með 9/4, Little Miss Sunshine 4/1, The Queen 8/1 og Letters from Iwo Jima rekur lestina með 12/1.

Lífið

Umdeild barnanauðgun á Sundance

Sundance kvikmyndahátíðin í Park city í Utah er nú hálfnuð, en í gær var kvikmyndin "Hounddog" frumsýnd þrátt fyrir fjölda mótmæla. Myndin fjallar um tólf ára stúlku sem er fórnarlamb nauðgunar. Deborah Kampmeier, sem er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, hefur borist fjöldinn allur af mótmælum frá hópum sem ekki höfðu séð myndina, vegna atriðis sem sýnir táningsdreng nauðga stúlkunni.

Lífið

Ekkert samkomulag við Mills

Lögfræðingar Heather Mills McCartney segja ekkert hæft í þeim fréttum að tilboð um samkomulag hafi borist frá Paul McCartney. Tímaritið News of the World greindi frá því að samkomulag hefði náðst um að Paul greiddi Mills rúmlega fjóra milljarða. Paul McCartney og Heather Mills hófu skilnaðarferlið í júlí, en hjónin höfðu verið gift í fjögur ár og eiga saman dótturina Beatrice, sem er þriggja ára.

Lífið

Þættirnir breyttu mér ekki

Storm Large kom óvænt fram á Hlustendaverðlaunum FM 957 sem fram fóru í gærkvöldi. Fréttablaðið náði tali af söngkonunnni sem fór huldu höfði í gær.

Lífið

Á tjaldið

Ein vinsælasta skáldsaga á lesborðum þjóðarinnar á síðasta ári var Flugdrekahlauparinn. Nú er tökum á sögunni á vegum Dreamworks lokið og er myndin væntanleg í nóvember. Var farið til Kína og kvikmyndað í Yarbeshe. Nú reynir á vestræna áhorfendur en mest er leikið á darí. Leikararnir hafa ekki sést áður á hvíta tjaldinu. Drengirnir Kekiria Ebrahimi og Ahmad Khan Mahmiidzada frá Kabúl og voru ráðnir án þess að hafa neina reynslu. Verður líf þeirra héðan í frá gerbreytt.

Bíó og sjónvarp

Björk á Coachella

Björk Guðmundsdóttir mun spila á hinni árlegu tónlistarhátíð Coachella sem verður haldin í Kaliforníu dagana 27. til 29. apríl. Á meðal annarra þekktra nafna á hátíðinni verða Rage Against the Machine, sem hefur legið í dvala undanfarin ár, The Red Hot Chili Peppers, The Arcade Fire, Happy Mondays, Willie Nelson, Interpol, The Good, The Bad and the Queen og Artic Monkeys.

Tónlist

Boðið í vettlinga Bjarts í Sumarhúsum

„Þetta er auðvitað tilbúningur og í gamni gert en það hafa margir tekið þessu alvarlega og boðið í vettlingana,“ segir Bragi Kristjónsson fornbókasali. Glöggir vegfarendur hafa rekið augun í forláta ullarvettlinga í glugga Bókarinnar, fornbókaverslun Braga við Klapparstíg, sem merktir eru sjálfum Bjarti úr Sumarhúsi, úr Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tekið er skýrt fram að vettlingarnir séu ekki falir.

Menning

Faust í þýðingu Coleridge?

Stefnt er að því að þýðing enska skáldsins Samuel Taylor Coleridge á Faust, höfuðverki þýska starfsbróður hans Goethes, komi út hjá Oxford University Press í september. Þýðing þessi ku hafa legið í gleymsku í næstum tvær aldir en rómantíkerinn er talinn hafa tekið að sér að þýða verkið í kringum árið 1814. Vefmiðill breska dagblaðsins Independent greindi frá þessu nýlega.

Menning

Frumkvöðull leikinn

CAPUT-hópurinn leikur í tilefni af Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þýsk-hollenska tónskáldið Gottfried Michael Koenig.

Tónlist

Stefnt að sáttum Auðuns og Adolfs

Auðunn Blöndal var ekki par sáttur við yfirlýsingar Adolfs Inga Erlingssonar sem íþróttafréttamaðurinn lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Adolf að Auðunn og Hugi Halldórsson hefðu viðhaft hneykslanlega framkomu á HM í Þýskalandi.„Við höfum oft orðið okkur til skammar á ferlinum með truflunum og öðru slíku en það var ekkert slíkt uppá teninginum þarna úti,“ sagði Auðunn

Lífið

Grasrótarstarf í galleriBOXi

GalleriBOX er gamall kontór í mjólkurvinnslu norður á Akureyri. Listalífið iðar í Gilinu en fjórar metnaðarfullar konur fara með lyklavöldin í Boxinu, sem hýsir fjölmargar sýningar á hverju ári.

Menning

Vildi ekki fjölskyldu

Ástæðan fyrir skilnaði Cameron Diaz og popparans Justins Timberlake er talin vera sú að Timberlake var ekki tilbúinn til að stofna fjölskyldu með Diaz.

Lífið

Denni tekur við Íslandi í dag

„Ég get að svo stöddu ekki gefið upp hvernig hópurinn verður saman settur. Verið er að binda endahnút á það. Ég býst við að það verði klárt á morgun og í kjölfarið verður það gefið upp,” segir Steingrímur Sævarr Ólafsson aðspurður hvernig hópurinn sá sem muni starfa við sjónvarpsþáttinn Ísland í dag verði samansettur.

Lífið

Strætóbílstjóri opnar myndlistarsýningu

Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár.

Menning

Neitar að grenna sig

Sienna Miller hefur lýst því yfir að hún sé ekki tilbúin að breyta um mataræði til að hjálpa sér að komast áfram í Hollywood. Leikkonan, sem er fyrrum kærasta Jude Law, segir það nauðsynlegt fyrir sig að borða vel til að hafa næga orku til að vinna.

Lífið

Hilmar með Draumalandið á svið

Hilmar Jónsson hefur skrifað leikgerð upp úr Draumalandi Andra Snæs Magnasonar. Verkið verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í mars. „Slungið að sviðsetja Draumalandið? Auðvitað er það. Mjög spennandi verkefni. En í sjálfu sér, þegar þú tekur svona texta eins og hans Andra Snæs og rennir honum í gegnum manneskjur þá verður hann dramatískur,” segir Hilmar Jónsson leikstjóri.

Bíó og sjónvarp

Sannar og brenglaðar myndir af okkur

Danssmiðja Íslenska dansflokksins er tilraunastöð fyrir unga danshöfunda þar sem þeim gefst tækifæri til að sýna verk í vinnslu, æfa tækni sína og þroska sköpunargáfu. Því eru sýningar danssmiðjunnar meira í ætt við gjörninga eða tilraunir, en ekki fullmótuð verk.

Bíó og sjónvarp

HM-hjónin sáu fram á dapran endi

Sigur íslenska landsliðsins yfir Evrópumeisturum Frakka á mánudagskvöldinu hefur haft mikil áhrif á íslensku þjóðarsálina sem vart ræðir um annað. Fjölmargir er á leiðinni út til Þýskalands. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum.

Lífið

Í New York á afmælinu

Elton John, sem hélt óvænta en örstutta tónleika hér á landi fyrir skömmu, ætlar að halda upp á sextugsafmæli sitt þann 25. mars með tónleikum í Madison Square Garden í New York.

Lífið

Jackson höfðar mál

Popparinn Michael Jackson hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Xtra Jet fyrir hleranir. Að sögn Jackson tóku starfsmenn fyrirtækisins upp samtöl á milli hans og lögfræðings hans er þeir voru á leið til Santa Barbara í Kaliforníu árið 2003. Á þessum tíma stóð Jackson í réttarhöldum vegna ásakana um að hann hefði misnotað ungan dreng. Á endanum var hann sýknaður og er nú að undirbúa endurkomu sína í poppbransann.

Lífið

Styð Hillary til sigurs

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist munu styðja Hillary konu sína til sigurs, í forsetakosningunum. Þetta er það fyrsta sem hann tjáir sig um yfirvofandi baráttu, síðan Hillary tilkynnti um framboð sitt.

Lífið