Lífið

Besta ráðið kom frá laginu „Geðveikt Fínn Gaur“

Guðrúnu Ýr Eyfjörð, GDRN, er margt til listanna lagt en ásamt því að vera ein ástsælasta söngkona landsins er hún einnig leikkona sem fór með aðal hlutverk í Netflix seríunni Katla. Guðrún, sem er ófrísk af sínu fyrsta barni, hlakkar mikið til framtíðarinnar en passar að vera hamingjusöm í nú-inu. GDRN er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa

Liz Sheridan er látin

Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri.

Lífið

Átti ekki að lifa af en gefur nú út plötu

Svavar greindist nýlega með hjartagalla eftir að hafa fengið blóðtappa í heilann og eftir mikla óvissu um orsök ferðir hans á spítalans fékk hann þau svör að að hann ætti ekki miklar líkur á að lifa af veikindinn. Svavar hefur alltaf verið heilbrigður og mikill útivistarmaður og hafði verið í fjallgöngum, stundað sund og líkamsrækt og var honum því verulega brugðið við þessar fréttir.

Albumm

Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa

Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr.

Lífið

Keypti 400 bækur á heimilið bara fyrir innlitið

Disney stjarnan Ashley Tisadale opnaði hurðina að heimili sínu í Los Angeles fyrir Architectural Digest. Heimilið hannaði hún sjálf og er stolf af útkomunni en viðurkenndi í viðtalinu að hafa sent eiginmanninn að kaupa 400 bækur fyrir viðtalið.

Lífið

„Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“

Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Tónlist

Upp­risa Aldrei fór ég suður um helgina

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar.

Menning

Pamelu Ander­son lúkkið sem er að gera allt vit­laust

Örþunnar augabrúnir tíunda áratugarins voru trend sem við töldum okkur vera búin að kveðja fyrir fullt og allt. Augabrúnirnar eru sérkenni goðsagnarinnar Pamelu Anderson. Eftir að þættirnir Pam & Tommy slógu í gegn fyrr á árinu komu þunnu augabrúnirnar með ótrúlega endurkomu sem enginn sá fyrir.

Lífið

Sólbrunninn á brúninni á Lómagnúpi

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi, sá fyrsti er um Lómagnúp. Við gefum honum orðið.

Lífið

Arna Ýr og Vignir selja íbúðina í Kópavogi

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir og kírópraktorinn Vignir Þór Bollason eru að selja eignina sína í Kópavogi og ætla í framhaldinu að flytja sig yfir í Urriðaholtið. Íbúðin sem er staðsett í Álfkonuhvarfi er 97 fermetrar og er ásett verð 69,9 milljónir.

Lífið

Veglegt páskabingó Blökastsins

Drengirnir í Blökastinu halda sérstakt páskabingó klukkan 20 í kvöld með veglegum vinningum. Sýnt verður bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Lífið