Lífið

Úti­myndir, inni­myndir og fal­legar myndir

Guðjón Gísli Kristinsson hafði búið á Sólheimum í þrjú ár þegar hann byrjaði að sauma myndir. Verkefnin urðu sífellt fleiri og áhuginn meiri og nú er svo komið að á opnunardegi sýningar hans á Listasafninu á Akureyri fyrr á þessu ári seldi hann öll verkin samdægurs. Guðjón er fjölhæfur listamaður sem fær innblástur inni jafnt sem úti og finnur sköpunargleðinni útrás eftir ólíkum og áhugaverðum leiðum.

Lífið samstarf

Orð pabba höfðu gríðar­leg á­hrif

Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur og varaþingmaður segist lifa eftir síðustu ráðleggingum pabba síns áður en hann varð Alzheimer´s að bráð. Arnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa ákveðið að elta sannleikann og eigin sannfæringu alla tíð síðan.

Lífið

Börnin elska jólaþorpið hans afa

Eitt glæsilegasta jólaþorp landsins er að finna í sjálfum höfuðstaðnum og fyllir heilt herbergi. Börnin elska meistaraverkið en mega bara horfa, ekki snerta.

Jól

„Ég ætla að verða at­vinnu­laus“

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. 

Lífið

Enn einn Skarsgårdinn á skjánum

Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla.

Lífið

Orri ó­stöðvandi sækir að kónginum

Nýr bóksölulisti lítur dagsins ljós. Menn eru að koma sér fyrir. Eins og oft áður er Arnaldur Indriðason efstur, bæði í sölu þeirrar viku sem listinn tekur til sem og á uppsöfnuðum lista frá áramótum. En rithöfundar eru að koma sér fyrir á listum og skapa sér vígstöðu.

Menning

Smá­köku­deigin sprengja alla skala

Það virðist vera sem hátíðlegur smákökuilmur muni verða ríkjandi á mörgum heimilum fyrir þessi jólin ef marka má viðtökurnar sem Eitt Sett og Pipp smákökudeigin frá Kötlu, sem framleidd eru í samstarfi við Nóa Síríus, hafa hlotið en deigin hafa svo sannarlega slegið í gegn.

Lífið samstarf

Jólatónleikar í Salnum náðu ekki flugi

Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er miklu þróaðri og fjölbreyttari en rokkið, en líka hve hið síðarnefnda er vinsælt. Gullöld djassins er löngu liðin, en hann á sér samt ennþá aðdáendur. Fleiri en þrír áheyrendur voru á jóladjasstónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið; þar var troðfullt.

Gagnrýni

Setti ó­vart heilt bæjar­fé­lag inn í morðöldu

„Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu.

Menning

Fyrsta stikla GTA 6 lítur loks dagsins ljós

Starfsmenn Rockstar Games hafa loks birt fyrstu stiklu næsta leiks í Grand Theft Auto seríunni vinsælu. Til stóð að birta hann á morgun en honum var lekið á netið svo starfsmenn fyrirtækisins birtu hann í kvöld.

Leikjavísir

Lauf­ey tekur fram úr Björk

Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir.

Tónlist

Georg í Sigur Rós selur slotið

Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir.

Lífið

„Kransarnir mínir eru full­kom­lega ó­full­komnir“

Lára Ósk Hjörleifsdóttir lífskúnstner og fagurkeri segir eftirspurn eftir viðburðum tengdum skreytingum og einstakri framsetningu mun meiri hér á landi en hún gerði sér grein fyrir. Í aðdraganda jóla töfrar Lára fram hvern jólakransinn á fætur öðrum.

Jól

GameTíví: Barist um brotajárnið í Lethal Company

Strákarnir í GameTíví þurfa að taka á því til að ná kvótanum í Lethal Company í kvöld. Sá leikur hefur notið mikilli vinsælda að undanförnu en hann gengur út á að fjórir spilarar þurfa að safna brotajárni og öðru á mjög svo hættulegum plánetum.

Leikjavísir

Stjörnum prýdd frum­sýning Fíusólar

Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir.

Lífið