Viðskipti erlent

Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu

Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landið að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga.

Viðskipti erlent

Áhyggjur vegna Ítalíu magnast

Fulltrúar Seðlabanka Evrópu (ECB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa varað stjórnvöld á Ítalíu við því að ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða í ríkisfjármálum þá gæti landið "endanlega misst trúverðugleika“.

Viðskipti erlent

Papandreoú dregur sig í hlé

Stjórnmálamenn í Grikklandi hafa náð samkomulagi um myndum nýrrar samsteypustjórnar, sem ekki verður leidd af núverandi forsætisráðherra George Papandreú. Þetta kom fram í tilkynningu sem barst frá forseta Grikklands nú seint í kvöld. Samkomulagið tókst milli Papandreoú og Antonis Samaras, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eftir löng fundarhöld með forseta landsins Carolos Papoulias í dag. Samaras hafði margsinnis lýst því yfir að hann tæki ekki þátt í myndun samsteypustjórnar nema Papandreú myndi víkja. Í tilkynningu forsetans sagði að leiðtogarnir myndu hittast aftur á mánudaginn og ræða hver myndi leiða hina nýju ríkisstjórn. Ekki hefur komið fram hve lengi þessi stjórn eigi að starfa.

Viðskipti erlent

Hótar því að kaupa ekki ítölsk skuldabréf

Evrópski seðlabankinn varaði í dag við því að ef Ítalía mun ekki standa við gefin fyrirheit um umbætur í efnahagsmálum muni bankinn hætta að kaupa ítölsk skuldabréf. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sagði að áætlun ítalskra stjórnvalda um umbætur sé ekki trúverðug. Hún lofaði því að AGS myndi fylgjast sérstaklega með landinu í framtíðinni.

Viðskipti erlent

Telur líkur á að evrusamstarfið liðist í sundur

Framkvæmdastjóri eignastýringar bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs telur líkur á því að evrusamstarfið muni liðast í sundur. Jim O'Neill er framkvæmdastjóri eignastýringar Goldman Sachs. Hann sagði í viðtali við The Sunday Telegraph að þörf evrusvæðisins á auknum fjárhagslegum samruna ríkjanna sem að öllum líkindum verði leiddur af Þýskalandi og framkvæmdur af landlægum járnaga geri samstarfið minna spennandi fyrir önnur lönd.

Viðskipti erlent

AGS með Ítalíu undir smásjánni

Stærsta ákvörðunin sem tekin var á leiðtogafundi 20 stærstu iðnríkja heims, G20, var að fela Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eins konar yfirumsjón með efnahagsvanda Ítalíu. Þetta kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Apple viðurkennir galla í iPhone 4S

Talsmenn tölvurisans Apple hafa virðurkennt að galli sé í nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, iPhone 4S. Frá því að síminn fór í almenna sölu hafa notendur kvartað yfir stuttum líftíma rafhlöðunnar.

Viðskipti erlent

Barack Obama krefst aðgerða

Barack Obama forseti Bandaríkjanna krafðist þess í dag að þjóðhöfðingjar Evrópusambandsins gripu tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda á evrusvæðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Obama á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Frakklandi.

Viðskipti erlent

Kallaður á fund evruleiðtoga

Leiðtogar evruríkjanna kölluðu í gær á sinn fund í Cannes í Frakklandi Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, til að rekja úr honum garnirnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hefur boðað. Leiðtogafundur G20-ríkjanna, tuttugu helstu efnahagsvelda heims, hefst í Cannes í dag.

Viðskipti erlent

Bernanke: Ég skil mótmælin vel

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum, þvert á pólitískar línur.

Viðskipti erlent

Vilja koma böndum á fjármálastarfsemi

Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á.

Viðskipti erlent

Dýrasti iPad veraldar

Gullsmiðurinn Stuart Hughes hefur að öllum líkindum framleitt dýrasta iPad í heimi. Spjaldtölva Hughes er þakin 12.5 karata demöntum og Apple merki tölvunnar er samansett úr 53 gimsteinum. Öll bakhlið tölvunnar er mynduð úr 24 karata gulli og er tvö kíló að þyngd.

Viðskipti erlent