Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Rúmur fimmtungur nýskráðra fólksbíla í janúar var bensín- eða dísilknúinn. Tæplega sex hundruð bílar voru nýskráðir og fjölgaði þeim um hátt í þriðjung á milli ára. Viðskipti innlent 3.2.2025 15:44
Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, Guðríður Svana Bjarnadóttir og Ólafur Örn Ólafsson í stöður verkefnastjóra og Helena Wessman í starf sérfræðings. Viðskipti innlent 3.2.2025 12:52
Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Snorri Guðmundsson rafrettukóngur og Sverrir Þór Gunnarsson eigandi söluturnsins Drekans hafa verið dæmdir í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða ríkissjóði hvor um sig 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot. Viðskipti innlent 3.2.2025 12:38
„Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 3.2.2025 07:00
Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við. Viðskipti innlent 31.1.2025 16:09
Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4 . ACT4 var stofnað í lok árs 2022 og sér um að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarps- og kvikmyndaefni fyrir alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 31.1.2025 14:11
Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Áætlað er að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum skuldabréfum og lánaumsýslu gæti numið nokkrum milljörðum króna. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo ávinningur rafrænna þinglýsinga nái betur fram að ganga. Viðskipti innlent 31.1.2025 14:06
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. Viðskipti innlent 31.1.2025 14:05
Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. Viðskipti innlent 31.1.2025 13:54
Birgir hættir hjá Skaga Birgir Arnarson, framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Skaga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Viðskipti innlent 31.1.2025 13:48
„Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi. Atvinnulíf 31.1.2025 07:01
Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2025 fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Valdimar er nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur verkefnisins voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Verðlaunin í ár er LAVA Vasi, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavik. Viðskipti innlent 30.1.2025 18:18
37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. Viðskipti innlent 30.1.2025 18:01
Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 30.1.2025 17:54
Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 30.1.2025 13:57
Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Átján vinnustaðir og verkefni eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský, sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun afhenda á UTmessunni í Hörpu föstudaginn 7. febrúar. UT-verðlaunin eru veitt fyrir mikilvægt framlag til upplýsingatækni á Íslandi, en þau eru nú veitt í sextánda sinn. Viðskipti innlent 30.1.2025 12:41
Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Ráðstefnan Fjármálaþjónusta framtíðarinnar fer fram í Hörpu milli klukkan 13 og 16 í dag. Viðskipti innlent 30.1.2025 12:32
Rannveig kjörin heiðursfélagi Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur kosið Rannveigu Sigurðardóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóra peningastefnu, heiðursfélaga FVH. Viðskipti innlent 30.1.2025 11:19
Icelandair hefur flug til Miami Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku. Viðskipti innlent 30.1.2025 11:15
Verðbólga mjakast niður á við Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent. Viðskipti innlent 30.1.2025 09:25
Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Samkaup hefur ráðið Drífu Lind Harðardóttur í stöðu fræðslustjóra í mannauðsteymi fyrirtækisins á verslana- og mannauðssviði. Viðskipti innlent 30.1.2025 08:05
„Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ „Mín ráðlegging væri alltaf sú að fyrirtæki reyni að draga úr öllu því sem það getur gert sjálft áður en það fer að kaupa kolefnisjöfnun til að jafna út bókhaldið. Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt,“ segir Stefanía María Kristinsdóttir, sérfræðingur á framleiðslusviði hjá Nóa Síríus. Atvinnulíf 30.1.2025 07:02
Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit. Neytendur 29.1.2025 21:04
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. Neytendur 29.1.2025 12:07
Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að tryggja að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu verði færð í hlutafélag sem er tekjuskattsskylt. Þannig hefur ríkið skuldbundið sig til þess að hætta ríkisaðstoð við Sorpu, sem er óheimil samkvæmt EES-samningnum. Viðskipti innlent 29.1.2025 12:01