Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Ráðamenn í Kanada hafa tilkynnti viðbragðstolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump setti 25 prósenta toll á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Kanada segir tolla Trumps og árásir hans á hagkerfi Kanada vera óréttláta. Viðskipti erlent 12.3.2025 14:47
Verð enn lægst í Prís Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7 prósent í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Verðlag hefur hækkað í Bónus um 1,8 prósent frá desember, og verð mælist sem fyrr lægst í Prís. Neytendur 12.3.2025 13:30
Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast. Viðskipti innlent 12.3.2025 11:51
Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sandra Margrét Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Coca-Cola á Íslandi og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 12.3.2025 08:34
Northvolt í þrot Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin. Viðskipti erlent 12.3.2025 08:12
Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Fagleg ánægja og stolt starfsmanna auglýsingastofa er hátt hér á landi og í takt við evrópskt meðaltal. Bjartsýni starfsfólks á framtíð greinarinnar er meiri en annars staðar í Evrópu en á sama tíma finnur starfsfólk fyrir mestri streitu. Viðskipti innlent 12.3.2025 07:29
Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að setja fimmtíu prósent tolla á stál og ál sem flutt er til landsins frá Kanada. Hótar hann viðbrögðum sem lesið verði um í sögubókum framtíðarinnar. Hann segir það besta sem Kanadamenn geti gert vera að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 11.3.2025 15:12
Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. Viðskipti innlent 11.3.2025 13:57
Skarphéðinn til Sagafilm Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars. Viðskipti innlent 11.3.2025 12:56
Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Mögulegt tollastríð gæti haft umtalsverð áhrif á íslenskan almennig að mati seðlabankastjóra. Vöruverð gæti hækkað og ferðamenn síður skilað sér til landsins. Seðlabankinn vinnur að greiningu á líklegum áhrifum. Viðskipti innlent 11.3.2025 12:14
Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Tilkynnt var um viðskipti með 22,5 milljón hluti í Sýn á genginu 22,4 krónur við opnun Kauphallar í morgun. Viðskiptin eru upp á rúmar 500 milljónir króna sem svarar til um níu prósenta hlutar í félaginu. Viðskipti innlent 11.3.2025 11:32
Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Gangi ný mannfjöldaspá eftir eru líkur á að hlutfallslega fleiri landsmenn verði á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum. Því eru áskoranir sem tengjast öldrun þjóðarinnar taldar verða viðráðanlegri hér en víða annars staðar. Viðskipti innlent 11.3.2025 09:18
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Viðskipti innlent 10.3.2025 19:08
Sjálfkjörið í stjórn Símans Engar breytingar verða á stjórn Símans á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn. Sjálfkjörið er í stjórnina. Viðskipti innlent 10.3.2025 16:17
Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð. Viðskipti erlent 10.3.2025 15:49
Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti. Viðskipti innlent 10.3.2025 15:04
Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. Viðskipti innlent 10.3.2025 12:34
Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. Viðskipti innlent 10.3.2025 11:13
Ráðinn fjármálastjóri Origo Origo hefur ráðið Brynjólf Einar Sigmarsson sem framkvæmdastjóra fjármála hjá Origo og hefur hann þegar hafið störf. Viðskipti innlent 10.3.2025 10:41
Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir. Viðskipti innlent 10.3.2025 09:13
Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Alvogen Pharma US, Inc. hefur lokið endurfjármögnun allra langtímalána félagsins. Lánstíminn er þar lengdur og skuldsetning lækkuð. Viðskipti innlent 10.3.2025 08:11
Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. Viðskipti innlent 10.3.2025 08:00
Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Það eru nokkrar tegundir af fólki sem flestir hafa upplifað að kynnast á vinnustöðum sem einfaldlega geta dregið úr okkur allan mátt. Og verða að teljast vera frekar neikvæður félagsskapur, sem þó er oft erfitt að forðast því öll erum við jú að vinna á sama stað. Atvinnulíf 10.3.2025 07:01
Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Helga Haraldsdóttir yfirkokkur segir mikilvægt að lyfta fjölbreytileikanum í eldhúsunum. Í sumum eldhúsum sé eins og fólk stígi aftur til fortíðar. Hún fagnar því að í ár eru fimm gestakokkar á Food&fun en engar konur tóku þátt í fyrra. Viðskipti innlent 9.3.2025 21:55