
Viðskipti

Spotify liggur niðri
Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa.
Fréttir í tímaröð

Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Viðskipti með hlutabréf kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF eru hafin á Nasdaq markaðinum í Bandaríkjunum. Það er fyrsti kauphallarsjóðinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum.

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda.

Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs
„Ísland hefur mikið fram að færa á sviði jafnréttismála og á okkur er hlustað á alþjóðavettvangi í þeim efnum,” segir Katrín Jakobsdóttir, stjórnarformaður nýs Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi og fyrrum forsætisráðherra.

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti.

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður.

Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti
Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum.

Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres
„Þetta er einstakur kostur fyrir íslenska ökumenn. Við þekkjum íslenskar aðstæður og vegakerfi vel. Með þessari tryggingu viljum við veita fólki aukið öryggi og ró á veginum,“ segir Anton Smári, framkvæmdastjóri MAX1 en Hakka Trygging® fylgir öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres.

Hlutabréfaverð í Asíu hækkar
Hlutabréfaverð í Asíu hækkaði víðast hvar við opnun í nótt og er búist við því að það sama gerist í Evrópu nú á áttunda tímanum.

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Bandarísk skuldabréf hafa um árabil verið talin heimsins öruggasta skjól fyrir fjárfesta. Þar virðist þó ákveðin breyting vera að eiga sér stað, samhliða því að fjárfestar virðast vera að missa trúna á Bandaríkjunum en þó sérstaklega yfirvöldum þar og er það að miklu leyti hvernig haldið hefur verið á spilunum vegna tolla Trumps, eins og þeir hafa verið kallaðir.

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Skattar, gjöld og tekjur ríkisins af íslenskum bönkum námu rúmum sautján hundruð milljörðum á síðustu fimmtán árum. Það samsvarar kostnaði við um átta nýja Landspítala. Formaður samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu telur tilefni til að létta á álögum ríkisins, sem að miklu leyti lendi á almenningi.

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Evrópskum ferðamönnum hefur snarfækkað í Bandaríkjunum frá því Donald Trump tók við embætti forseta. Fækkunin er hvað mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi en ástæðan er að miklum hluta rakin til umdeildra aðgerða og ummæla Trumps, sem sagðar eru ógna arðbærum flugleiðum.

Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri
Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu.

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Sigurður Gísli Björnsson hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljarða króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot í tengslum við rekstur fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Um er að ræða eitt umfangsmesta skattamál Íslandssögunnar.

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Hlal Jarah, stofnandi Mandi, er búinn að eignast veitingastaðinn á ný. Staðurinn við Ingólfstorg í Reykjavík opnaði aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaður síðustu daga.

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti.

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana.

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Kínverjar hafa nú brugðist við ofurtollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að setja 125 prósenta innflutningstoll á bandarískar vörur.

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd.

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Stundum sjáum við fréttir í fjölmiðlum um að eitthvað misferli hafi komið upp á vinnustað. Starfsmaður jafnvel dregið að sér milljónir árum saman.

Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa.

Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs
Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs, samþykktu í dag tillögu ríkisins um að ganga að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Samkvæmt tillögunni slær ríkið lán upp á um 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs.

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna.

Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt reiknivél til að sýna áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts.
Atvinnulíf

Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs
Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri
Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum
Meira
Kauphöllin

Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn
Fjárfestar margfölduðu skortstöður í bréfum Alvotech í aðdraganda uppgjörs
Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt
Meira
Nýsköpun

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum
Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu
Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum
Meira
Fréttir af flugi

„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“
Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn
Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun
Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra
Meira
Ferðamennska á Íslandi

Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum
Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi
Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin
Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón
Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk
Meira