Reyna að hindra löndun 28. maí 2005 00:01 Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira