Undrast sakfellingu án nýrra gagna 31. maí 2005 00:01 Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira