Sport

Enskar stjörnur til Íslands

Fjöldi stórstjarna úr ensku knattspyrnunni á árum áður er væntanlegur til landsins í byrjun nóvember til að taka þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti í Egilshöll. Það er gamla markamaskínan og Íslandsvinurinn Ian Rush sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við Icelandair og mun mótið sem verður með firmafyrirkomulagi bera nafnið "Icelandair Ian Rush international football tournament" og verður aldurstakmark þátttakenda 35 ár. Kappar eins og Ian Rush, John Barnes, Jan Mölby, Denis Irwin og fleiri verða meðal þátttakenda en lið frá Arsenal. Liverpool, Man Utd og fleirum keppa sín á milli og við íslensk lið. Íslensku liðinu munu leika sína á milli í firmakeppni um að komast í riðil með ensku liðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×