Enski boltinn

Man City leikur á Oakwell

Elvar Geir Magnússon skrifar
Oakwell-völlurinn.
Oakwell-völlurinn.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Manchester City muni leika heimaleik sinn í forkeppni UEFA-bikarsins á Oakwell vellinum. Oakwell er heimavöllur Barnsley.

Viðgerðir standa yfir á heimavelli City þegar leikurinn verður. Það er því ljóst að fyrsti heimaleikur City undir stjórn Mark Hughes verður ekki leikinn á aðalvelli félagsins.

Leikirnir fara fram í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×