Ólafur Stefánsson er Íþróttamaður ársins annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2010 18:45 Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1 Innlendar Mest lesið Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1
Innlendar Mest lesið Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira