Erlent

Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk við Sellafield kjarnorkuverið

Breska lögreglan handtók í gær fimm menn sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárás á Sellafield kjarnorkuverið á Englandi. Þeim er haldið á grundvelli hryðjuverkalaganna bresku en lögreglan handtók þá þar sem þeir voru að taka myndir af verinu. Sky fréttastofan segir að um breska ríkisborgara af asískum uppruna sé að ræða.

Mennirnir eru allir frá London og á þrítugsaldri. Enn er nokkuð óljóst um málavöxtu en svo virðist sem ekkert hafi fundist á þeim sem bendi sérstaklega til að þeir hafi áformað hryðjuverk. Mikill viðbúnaður er nú víða á vesturlöndum í kjölfar drápsins á Osama Bin Laden í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×