Erlent

Snarpur skjálfti í Kanada

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hvorki urðu skemmdir vegna skjálftans í Vancouver né í Port Hardy sem er næsta borg við upptök skjálftans.
Hvorki urðu skemmdir vegna skjálftans í Vancouver né í Port Hardy sem er næsta borg við upptök skjálftans. Mynd/ Google Maps.
Jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Vancouver eyjur í Kanada um tuttugu mínútur í átta í kvöld að íslenskum tími. Upptök skjálftans eru um 290 kílómetrum frá borginni Vancouver, segir á fréttavef BBC. Skjálftinn varð á 23 kílómetra dýpi.

Ekki er vitað um að neitt tjón hafi orðið á þeim stað sem næstur er skjálftanum en það er Port Hardy. Þar búa um 5000 manns. Lögreglan í Seattle, sem er í um 200 kílómetra fjarlægð, segir að fólk þar hafi fundið lítillega fyrir skjálftanum. Engar skemmdir urðu þó í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×