Erlent

Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Gaddafi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Gaddafi. Mynd/ AFP.
Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Gaddafi. Mynd/ AFP.
Alþjóðalögreglan, Interpol, hefur gefið út handtökuheimild fyrir Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, Saif al-Islam, son hans, og aðaleinkaspæjara hans. Á vef BBC segir að Alþjóðaglæpadómstóllinn hafi nú þegar fengið handtökuskipunina. Ekki er vitað hvar mennirnir eru.

Ali Kana hershöfðingi, einn af aðalmönnum úr hersveitum Gaddafis, hefur flúið yfir til Níger, eftir því sem fjölmiðlar þar herma. Hann er einn af fjölmörgum stuðningsmönnum Gaddafis sem hafa flúið yfir til Níger. Landið á landamæri að Líbiu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×