Erlent

Mannkynið horfir fram á útrýmingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl, prins Breta, var ómyrkur í máli. Mynd/ AFP.
Karl, prins Breta, var ómyrkur í máli. Mynd/ AFP.
Mannkynið mun deyja út ef mennirnir breyta ekki lífsstíl sínum, draga úr neyslu, snúa við loftslagsbreytingum og hætta að tortíma villtri náttúrunni. Þetta sagði Karl Bretaprins þegar hann hélt fyrstu ræðu sína sem forseti Alþjóðanáttúruverndarstofnunarinnar (e. World Wildlife Fund). Karl sagði að forgangsatriði væri að bjarga sjálfum sér.

Karl sagði að mannkynið horfði fram á útrýmingu og að dýr væru um þessar mundir að deyja út miklu hraðar en risaeðlur fyrir 65 milljónum ára. Hann sagði að loftslagsbreytngar væru ekki eina vandamálið sem hann stæði frammi fyrir en þær hröðuðu mjög þeirri tortímingu á náttúruauðlindum sem við hefðum staðið frammi fyrir.

Það var Daily Telegraph sem greindi frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×