Erlent

Sauðdrukkinn elgur með drykkjulæti í Svíþjóð

Elgurinn var pikkfastur í trénu.
Elgurinn var pikkfastur í trénu. Mynd/AP
Svíinn Per Johansson, sem býr í smábænum Söru nærri Gautaborg, heyrði sérkennileg hljóð í vikunni. Hann fór út í garð og sá þá sauðdrukkinn elg sem hafði fest höfuðið á milli tveggja greina eplatrés.

Elgurinn hafði borðað yfir sig af eplum og missti við það jafnvægið með þeim afleiðingum að hann festi höfuðið í trénu. Svo hófst drykkjurausið sem varð til þess að Per kom að dýrinu. Per hringdi umsvifalaust á aðstoð sem barst skömmu síðar. Saga þurfti greinar í burtu svo elgurinn gæti losnað.

Elgurinn var ómeiddur en þurfti engu að síður að sofa úr sér. Daginn eftir gekk hann skelþunnur á brott, hugsanlega með samviskubit eftir drykkjuna, sem svo margir kannast við. Þess má geta að elgir verða drukknir af því að borða gerjuð epli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×