Erlent

Karlmaður myrtur og eiginkonunni rænt af vopnuðum mönnum

Myndin er frá ófriði í Kenýa en tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Myndin er frá ófriði í Kenýa en tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Bresk yfirvöld hafa varað þegna sína við að fara nærri landamærum Sómalíu og Kenía eftir að breskur karlmaður var myrtur nærri landamærunum og eiginkonu hans rænt af vopnuðum mönnum.

Hjónin gistu á ferðastað nærri landamærunum, nokkurskonar einkaströnd. Í bárust svo fregnir af því að vopnaðir menn hefðu myrt manninn og rænt konunni.

Lögreglan í Kenía vill ekki tjá sig um málið við breska fjölmiðla, en stjórnvöld þar í landi segja að leitarflokkur hafi verið gerður út til þess að finna konuna. Ekki er ljóst hvort um sómalska glæpamenn sé að ræða eða keníska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×