Erlent

Nepalskar mýs röskuðu millilandaflugi

Hong Kong.
Hong Kong.
Músagangur varð til þess að nepalskri flugvél var tvívegis bannað að taka á loft á alþjóðaflugvelli í Hong Kong.

Samkvæmt fréttavef AFP varð vart við músina á þriðjudaginn í síðustu viku sem varð til þess að flugmenn fengu ekki leyfi til þess að taka á loft. Í kjölfarið þurftu farþegar vélarinnar að gista aukanótt í borginni.

Að lokum tókst starfsmönnum flugfélagsins að svæla laumufarþegann í burtu. En athygli vakti að vikuna áður kom svipað atvik upp í sömu flugvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×