Enski boltinn

Fögnuðu titlinum í rigningarsudda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Stuðninigsmenn Manchester United létu rigninguna þar í borg ekki stöðva sig þegar að félagið fagnaði enska meistaratitlinum í dag - þeim nítjánda frá upphafi.

Haldið var í rútuferð í morgun þar sem að stuðningsmenn félagsins fengu að taka þátt í fögnuðinum með leikmönnum og starfsmönnum United. Gleðin var mikil enda tók United fram úr Liverpool og er nú orðið sigursælasta félag Englands frá upphafi.

Talið er að um 100 þúsund stuðningsmenn hafi tekið þátt í fögnuðinum og snerust flestir söngvarnir um að skjóta pillum á erkifjendurna í Liverpool. Það var opinber frídagur í Bretlandi í dag og því gátu flestir mætt sem vildu.

Í síðustu viku mættu 100 þúsund stuðningsmenn Manchester City í álíka fögnuð hjá félaginu en þá var verið að halda upp á enska bikarmeistaratitilinn sem var fyrsti stóri titill félagsins í 35 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×