Erlent

Stuttar pásur auka athyglina

Við lestur Þeir sem sinna flóknum verkefnum ættu að taka hlé reglulega til að auka afköstin.Fréttablaðið/Anton
Við lestur Þeir sem sinna flóknum verkefnum ættu að taka hlé reglulega til að auka afköstin.Fréttablaðið/Anton
Stuttar pásur geta bætt athyglisgáfu fólks verulega þegar það sinnir löngum verkefnum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á starfsemi heilans. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Cognition.

Þekkt hefur verið að heilinn hættir að senda boð um áreiti þegar það verður viðvarandi. Til dæmis taka fæstir eftir núningi húðar við fötin sem þeir ganga í. Nú hefur verið sýnt fram á að það sama á við um athyglisgáfuna.

Í tilraunum stóðu hópar sem tóku stuttar pásur í miðju verkefni sig betur en þeir sem fengu að einbeita sér að verkinu. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×