Þrjú gull af fjórum til Bandaríkjamanna | Loks vann Felix Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 22:00 Felix fagnaði langþráðum sigri á Ólympíuleikum í kvöld. Nordicphotos/Getty Bandaríkin fögnuðu þremur gullverðlaunum í þeim fjórum frjálsíþróttagreinum þar sem keppt var í úrslitum á Ólympíuleikunum í kvöld. Brittney Reese frá Bandaríkjunum, sem hafnaði í 5. sæti á leikunum fyrir fjórum árum, stökk 7,12 metra í langstökkinu sem dugði til gullverðlauna. Á hæla hennar kom Elena Sokolova frá Rússlandi með 7,07 metra stökki. Baráttan um bronsið var hörð á milli Janay DeLoach frá Bandaríkjunum og Ineta Radevica frá Lettlandi. Sú lettneska stökk 6,88 metra í fyrsta stökki sínu en DeLoach stökk sentimetra lengra í næstsíðasta stökki og nældi í bronsið. Langþráð gullverðlaun FelixAllyson Felix frá Bandaríkjunum vann langþráð gull í 200 metra hlaupi á leikunum í kvöld. Felix, sem mátti sætta sig við silfurverðlaun í Aþenu 2004 og Peking 2008, tryggði sér gullið með frábærum endasprett. Sigurtíminn var 21.88 sekúndur en Shelly-Ann Fraser Pryce varð önnur á 22,09 sekúndu. Carmelita Jeter frá Bandaríkjunum varð þriðja á 22,14 sekúndum. Veronica Campell-Brown frá Jamaíka, gullverðlaunahafi frá Aþenu og Peking, varð í fjórða sæti á 22,38 sekúndum. Bandaríkjamennirnir Merritt og Richardson fljótastir í grindinniAries Merritt frá Bandaríkjunum bætti sinn besta árangur þegar hann tryggði sér gullverðlaun í 110 metra grindahlaupi karla. Merritt kom í mark á 12,92 sekúndum en næstur varð landi hans Jason Richardson frá Bandaríkjunum á 13,04 sekúndum. Hansle Parchment frá Jamaíka vann til bronsverðlauna á landsmeti en hann kom í mark á 13,12 sekúndum. Antyukh tryggði Rússum gullNatalya Antyukh tryggði Rússum gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi. Antyukh hljóp á 52,70 sekúndum, sínum besta tíma frá upphafi, og kom í mark rétt á undan Lashinda Demus frá Bandaríkjunum. Tími Demus var 52,77 sekúndur og Demus því aðeins 7/100 úr sekúndu frá því að tryggja Bandaríkjunum fullt hús gullverðlauna í kvöld. Zuzana Hejnova frá Tékklandi varð þriðja á 53,38 sekúndum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Bandaríkin fögnuðu þremur gullverðlaunum í þeim fjórum frjálsíþróttagreinum þar sem keppt var í úrslitum á Ólympíuleikunum í kvöld. Brittney Reese frá Bandaríkjunum, sem hafnaði í 5. sæti á leikunum fyrir fjórum árum, stökk 7,12 metra í langstökkinu sem dugði til gullverðlauna. Á hæla hennar kom Elena Sokolova frá Rússlandi með 7,07 metra stökki. Baráttan um bronsið var hörð á milli Janay DeLoach frá Bandaríkjunum og Ineta Radevica frá Lettlandi. Sú lettneska stökk 6,88 metra í fyrsta stökki sínu en DeLoach stökk sentimetra lengra í næstsíðasta stökki og nældi í bronsið. Langþráð gullverðlaun FelixAllyson Felix frá Bandaríkjunum vann langþráð gull í 200 metra hlaupi á leikunum í kvöld. Felix, sem mátti sætta sig við silfurverðlaun í Aþenu 2004 og Peking 2008, tryggði sér gullið með frábærum endasprett. Sigurtíminn var 21.88 sekúndur en Shelly-Ann Fraser Pryce varð önnur á 22,09 sekúndu. Carmelita Jeter frá Bandaríkjunum varð þriðja á 22,14 sekúndum. Veronica Campell-Brown frá Jamaíka, gullverðlaunahafi frá Aþenu og Peking, varð í fjórða sæti á 22,38 sekúndum. Bandaríkjamennirnir Merritt og Richardson fljótastir í grindinniAries Merritt frá Bandaríkjunum bætti sinn besta árangur þegar hann tryggði sér gullverðlaun í 110 metra grindahlaupi karla. Merritt kom í mark á 12,92 sekúndum en næstur varð landi hans Jason Richardson frá Bandaríkjunum á 13,04 sekúndum. Hansle Parchment frá Jamaíka vann til bronsverðlauna á landsmeti en hann kom í mark á 13,12 sekúndum. Antyukh tryggði Rússum gullNatalya Antyukh tryggði Rússum gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi. Antyukh hljóp á 52,70 sekúndum, sínum besta tíma frá upphafi, og kom í mark rétt á undan Lashinda Demus frá Bandaríkjunum. Tími Demus var 52,77 sekúndur og Demus því aðeins 7/100 úr sekúndu frá því að tryggja Bandaríkjunum fullt hús gullverðlauna í kvöld. Zuzana Hejnova frá Tékklandi varð þriðja á 53,38 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti