Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hinn 37 ára gamli Árni hefur verið að glíma við meiðsli og er nú hættur.
Þetta kemur fram á fótbolti.net í dag en þar segir að Árni hafi farið í aðgerð á olnboga í janúar sem hafi ekki skilað tilætluðum árangri.
Árni Gautur lék 71 landsleik á sínum ferli og sá síðasti var í september árið 2010.
Árni hefur verið í herbúðum Lierse í Belgíu en hefur einnig leikið með Odd Grenland, Thanda Royal Zulu, Vålerenga, Man. City, Rosenborg, Stjörnunni og svo ÍA þar sem hann er uppalinn.
Árni Gautur leggur hanskana á hilluna
