Þvottavél, örbylgjuofn, ísskápur og 3D-prentari? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. september 2013 20:01 Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins. Mest lesið Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Erlent Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Erlent Funduðu ekki um helgina eins og til stóð Innlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Sagðist vera vopnaður og ruddist inn Innlent Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Erlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Innlent Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Innlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Fleiri fréttir Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Sagðist vera vopnaður og ruddist inn Funduðu ekki um helgina eins og til stóð Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Sjá meira
Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins.
Mest lesið Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Erlent Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Erlent Funduðu ekki um helgina eins og til stóð Innlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Sagðist vera vopnaður og ruddist inn Innlent Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Erlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Innlent Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Innlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Fleiri fréttir Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Sagðist vera vopnaður og ruddist inn Funduðu ekki um helgina eins og til stóð Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Sjá meira