Hlutverk íslensku klaustranna fjölbreytt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 10:00 Hér er Steinunn með snældusnúð frá Þingeyrum í Húnavatnssýslu, þar var eitt af fyrstu klaustrum á Íslandi. Vísir/GVA „Ég ætla að segja frá hvernig klausturlifnaður fluttist til Íslands og hvernig hann varð hluti af íslenskri menningu og sögu. Hugmynd margra er sú að klaustrin hafi verið fámenn á Íslandi og hafi einkum sinnt bókagerð en þegar rýnt er í skjöl kemur í ljós að þau gegndu mun fjölbreyttara hlutverki því þau voru miðstöð samfélagsþjónustu hér eins og annars staðar í Evrópu. Bókagerðin var einkum tekjulind hjá þeim,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Í fyrirlestri á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í dag fjallar hún um fyrstu niðurstöður rannsóknar sem hún hóf fyrir hálfu öðru ári á öllu sem viðkemur klausturlifnaði á Íslandi á miðöldum. Þar hefur hún leitað í skjölum, örnefnum, munnmælum og efnislegum leifum klaustranna á víðavangi. Hún segir áhuga sinn á þessu efni hafa vaknað með rannsókninni á Skriðuklaustri sem hún stóð fyrir í áratug. Klaustrin voru í alfaraleið. Fátækir gátu fengið þar skjól og mat, margir fluttu í þau í ellinni og létu jarðir sínar renna til þeirra, að sögn Steinunnar. „Þótt reglufólkið, nunnur og munkar, væri ekki margt voru miklu fleiri. Þegar klaustrinu í Viðey var lokað 1538 voru 30 fátæklingar þar í fæði. Umsvifin í klaustrunum voru mikil, þeim fylgdu jarðeignir og yfir 100 nautgripir voru á flestum klausturjörðum.“ En voru nunnurnar og munkarnir Íslendingar? „Já, nema einn og einn einstaklingur sem kom erlendis frá. Einu sinni voru átta nýjar nunnur vígðar á Reynistað í Skagafirði og bættust við þær sem voru fyrir.“ Steinunn flytur fyrirlestur sinn klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég ætla að segja frá hvernig klausturlifnaður fluttist til Íslands og hvernig hann varð hluti af íslenskri menningu og sögu. Hugmynd margra er sú að klaustrin hafi verið fámenn á Íslandi og hafi einkum sinnt bókagerð en þegar rýnt er í skjöl kemur í ljós að þau gegndu mun fjölbreyttara hlutverki því þau voru miðstöð samfélagsþjónustu hér eins og annars staðar í Evrópu. Bókagerðin var einkum tekjulind hjá þeim,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Í fyrirlestri á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í dag fjallar hún um fyrstu niðurstöður rannsóknar sem hún hóf fyrir hálfu öðru ári á öllu sem viðkemur klausturlifnaði á Íslandi á miðöldum. Þar hefur hún leitað í skjölum, örnefnum, munnmælum og efnislegum leifum klaustranna á víðavangi. Hún segir áhuga sinn á þessu efni hafa vaknað með rannsókninni á Skriðuklaustri sem hún stóð fyrir í áratug. Klaustrin voru í alfaraleið. Fátækir gátu fengið þar skjól og mat, margir fluttu í þau í ellinni og létu jarðir sínar renna til þeirra, að sögn Steinunnar. „Þótt reglufólkið, nunnur og munkar, væri ekki margt voru miklu fleiri. Þegar klaustrinu í Viðey var lokað 1538 voru 30 fátæklingar þar í fæði. Umsvifin í klaustrunum voru mikil, þeim fylgdu jarðeignir og yfir 100 nautgripir voru á flestum klausturjörðum.“ En voru nunnurnar og munkarnir Íslendingar? „Já, nema einn og einn einstaklingur sem kom erlendis frá. Einu sinni voru átta nýjar nunnur vígðar á Reynistað í Skagafirði og bættust við þær sem voru fyrir.“ Steinunn flytur fyrirlestur sinn klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira