Jóhann Þór Hólmgrímsson er úr leik í svigi í flokki sitjandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí.
Jóhann komst ekki í mark í fyrri ferðinni í dag en hann skíðaði út úr brautinni. Hann var einn af fjórtán keppendum sem heltust úr lestinni.
Dino Sokolovic frá Króatíu náði bestum tíma í fyrri ferðinni en hann kom í mark á 52,74 sekúndum.
Mótinu er þó ekki lokið hjá Jóhanni Þór því hann tekur þátt í stórvigi á laugardaginn.
