Enski boltinn

Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365.

Kolbeinn, sem er 24 ára gamall, var með tilboð frá Þýskalandi og Englandi en ákvað að hafna þeim tilboðum og spila áfram með hollensku meisturunum sem drógust fyrr í dag í riðil með Barcelona og PSG í Meistaradeildinni.

Samningur Kolbeins og Ajax átti að renna út næsta vor og erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um að hann væri á förum frá Hollandi.

Kolbeinn ákvað hinsvegar að skrifa undir nýjan samning til ársins 2016 og hjálpa Ajax að vinna fjórða hollenska meistaratitilinn í röð.

Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað 24 mörk í 59 deildarleikjum með Ajax-liðinu undanfarin þrjú tímabil en áður lék hann með AZ Alkmaar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×