Menning

Úr Samhengissafninu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Spreyjaðar línur á mosa.
Spreyjaðar línur á mosa. Mynd/úr einkasafni
„Ég er með valda hluti úr Samhengissafninu, safni sem er eins og teygjudýr sem vex í allar áttir og á sér óljósan upphafspunkt,“ segir Anna Líndal sem opnaði sýningu nýlega í Harbinger á Freyjugötu 1.



Meðal sýningargripa er næstum 40 ára gamall afleggjari, sjórekið plast úr Surtsey, vatn úr gígnum sem myndaðist í Grímsvatnagosinu 2011, dagbækur og spreyjaðar línur á mosa.



„Þessir hlutir hafa allir tilfinningalegan snertipunkt sem myndast við margþætta skoðun,“ segir listamaðurinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.