Íslenska landsliðið æfði í grenjandi rigningu á Laugardalsvellinum í dag, en liðið er að undirbúa sig fyrir átökin gegn Tyrkjum á þriðjudagskvöldið þegar undankeppni EM 2016 fer af stað.
Jóhann Berg Guðmundsson var sá eini sem æfði ekki með strákunum í dag, en hann meiddist í nára á æfingu í gær. Hann skokkaði því bara um völlinn ásamt sjúkraþjálfara.
„Það er spurningamerki með Jóhann fyrir leikinn. Hann meiddist líttilega í nára þannig hann æfir ekki í dag. Annars eru allir heilir,“ sagði Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, við Vísi í Laugardalnum í dag.
Óvíst er hvort Jóhann Berg, sem skoraði eftirminnilega þrennu gegn Sviss í fyrra, geti verið með á morgun.
„Þetta kom fyrir á æfingu. Við vitum ekki hvort hann spili, en hann verður allavega ekki með í dag. Vonandi getur hann spilað á þriðjudaginn,“ sagði Lars Lagerbäck.
