Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í miðri vörn IFK Göteborg sem vann 0-2 sigur á Falkenbergs í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Hjálmar er að hefja sitt fjórtánda tímabil í herbúðum Göteborg en hann kom til liðsins frá Keflavík árið 2002.
Mads Albæk kom Göteborg yfir með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu og Tobias Hysén bætti öðru marki við á þeirri 58.
Hjörtur Logi Valgarðsson lék ekki með Örebro sem tapaði 0-2 fyrir Djurgården á heimavelli.
