Enski boltinn

Endurteknir leikir í 8-liða úrslitum enska bikarsins aflagðir | Man Utd vann síðasta leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurlaunin í elstu og virtustu bikarkeppni heims.
Sigurlaunin í elstu og virtustu bikarkeppni heims. vísir/getty
Endurteknir leikir í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar heyra nú sögunni til. Tillaga þess efnis að leggja þá af var samþykkt af stjórn enska knattspyrnusambandsins í gær.

Nú verður því leikið til þrautar í 8-liða úrslitunum, líkt og gert er í undanúrslitum og úrslitaleiknum.

Þessi breyting er liður í því að reyna að minnka leikjaálag sem komi öllum til góða, félagsliðum jafnt sem landsliðum.

Manchester United og West Ham léku því síðasta endurtekna leikinn í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Old Trafford en United vann endurtekna leikinn á Upton Park með tveimur mörkum gegn einu. Liðið stóð svo uppi sem sigurvegari í bikarkeppninni eftir 2-1 sigur á Crystal Palace í úrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×