Enski boltinn

Mourinho hefur ekki unnið marga leiki á móti Klopp og Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho og Pep Guardiola stýra Manchester-liðunum á næsta tímabili.
Jose Mourinho og Pep Guardiola stýra Manchester-liðunum á næsta tímabili. Vísir/Getty
Jose Mourinho hefur tekið við starfi knattspyrnustjóra Manchester United og framundan er athyglisvert tímabil í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann mun mæta mörgum frábærum knattspyrnustjórum.

Sky Sports nýtt tækifærið þegar fréttist af því að Jose Mourinho hafi skrifað undir og reiknaði út árangur hans á móti helstu keppninautunum á næstu leiktíð.

Það vekur vissulega athygli í sambandið við þær tölur hversu illa Jose Mourinho hefur gengið á milli stjórum væntanlega erkifjanda Manchester United hjá Manchester City og Liverpool.

Jose Mourinho hefur þannig aðeins unnið 4 af 21 leik á móti þeim Pep Guardiola og Jürgen Klopp til samans.

Pep Guardiola tekur við liði Manchester City í sumar en hann hefur unnið 7 af 16 leikjum á móti Mourinho auk þess að sex leikjanna hafa endaði með jafntefli. Sigurhlutfall Mourinho á móti Guardiola er aðeins 19 prósent.

Jürgen Klopp stýrir áfram Liverpool á næsta tímabili en nú eftir að hafa fengið undirbúningstímabil með sína menn. Mourinho hefur aðeins fagnað sigri í 1 af 5 leikjum á móti Klopp og sigurhlutfallið í þeim er aðeins 20 prósent.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, hefur aftur á móti gengið afar illa á móti Jose Mourinho og á enn eftir að vinna Portúgalann í 13 deildarleikjum. Mourinho er með 54 prósent sigurhlutfall á móti honum.

Jose Mourinho hefur líka gengið afar vel á móti Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra Tottenham, en Mourinho hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum á móti Pochettino.

Það er hægt að sjá alla samantekt Sky Sports á gengi Jose Mourinho á móti hinum knattspyrnustjórunum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×