Fótbolti

Pelé segir Messi besta leikmann allra tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi og Pelé á góðri stund.
Messi og Pelé á góðri stund. vísir/getty
Brasilíski fótboltasnillingurinn Pelé segir að Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, sé besti leikmaður allra tíma.

„Það hafa alltaf verið leikmenn sem hafa verið bornir saman við mig. Fyrst var það [Alfredo] Di Stéfano, síðan [Johan] Cruyff, [Franz] Beckenbauer, Bobby Charlton, [Diego] Maradona og nú Messi.

„Ég er hrifnastur af honum, hann er heilsteyptasti leikmaðurinn af þessum,“ sagði Pelé sem er nú á fullu við auglýsa leikna mynd um sig, Pelé: Birth of a Legend, sem hefur fengið misjafna dóma.

„Messi er uppáhalds leikmaðurinn minn en Cristiano Ronaldo og Neymar eru líka góðir. Þeir spila leikinn á ólíkan hátt,“ sagði Pelé um stærstu fótboltastjörnur dagsins í dag.

Pelé tjáði sig einnig um skellinn sem Brasilía fékk gegn Þýskalandi á HM á heimavelli fyrir tveimur árum.

„Þetta var mjög sorglegt. Við fengum á okkur sjö mörk á móti Þýskalandi. Það er eitt að tapa en annað að fá á sig sjö mörk,“ sagði hinn 75 ára gamli Pelé sem varð þrívegis heimsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×