Enski boltinn

Benítez fylgir Newcastle niður í næstefstu deild

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benítez veifar til stuðningsmanna Newcastle eftir 5-1 sigur liðsins á Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Benítez veifar til stuðningsmanna Newcastle eftir 5-1 sigur liðsins á Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Rafa Benítez ætlar að halda áfram sem knattspyrnustjóri Newcastle United og freista þess að koma liðinu strax aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum í dag.

Benítez tók við Newcastle í mars og þrátt fyrir bætta spilamennsku undir stjórn Spánverjans féll liðið niður um deild.

Benítez var með ákvæði í samningi sínum við Newcastle sem heimilaði honum að hætta ef liðið félli. Hann ákvað hins vegar að halda kyrru fyrir á St. James' Park en samningur hans gildir til 2019.

Benítez mun fá að ráða hvaða leikmenn eru keyptir og seldir, eitthvað sem fyrri knattspyrnustjórar Newcastle hafa ekki fengið hjá Mike Ashley, eiganda félagsins.

Þrátt fyrir að Newcastle hafi fallið er Benítez í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins sem eru meðal þeirra dyggustu á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×