Fótbolti

Venesúela hafði betur gegn Jamaíka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Josef Martinez fagnar hér markinu í kvöld.
Josef Martinez fagnar hér markinu í kvöld. vísir/getty
Venesúela vann góðan sigur á Jamaíka, 1-0, í C-riðli í Copa America keppninni sem fram fer um þessar mundir í Bandaríkjunum.

Josef Martinez gerði eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var liðin af honum. Eftir rúmlega tuttugu mínútna leik fékk Rodolph Austin rautt spjald fyrir gróft brot og var lið Jamaíka einum leikmanni færri út leikinn.  DuWayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, sat allann tímann á varamannabekk Jamaíka í kvöld. 

Um var að ræða fyrsta leikinn í C-riðli og er Venesúela því komið með þrjú stig. Í sama riðli mætast síðan Mexíkó og Úrúgvæ í nótt og verður sá leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×