Enski boltinn

Giggs líklega á útleið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Starfa þessir saman á næsta tímabili?
Starfa þessir saman á næsta tímabili? vísir/getty
Ryan Giggs er líklega á förum frá Manchester United eftir 29 ára dvöl hjá félaginu. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag.

Giggs kemur aftur til Englands í dag eftir nokkurra daga frí í Dúbaí og mun ræða við José Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóra United, á allra næstu dögum.

Óvíst er hvaða hlutverk Mourinho býður Giggs hjá félaginu en Walesverjinn var aðstoðarþjálfari hjá United á meðan Louis van Gaal var við stjórnvölinn.

Sjá einnig: Mourinho með Ferdinand í sigtinu

Samkvæmt frétt the Telegraph var Giggs vonsvikinn yfir því að vera ekki boðið stjórastarfið hjá United og gæti því yfirgefið félagið sem hann samdi við á 14 ára afmælisdaginn sinn.

Giggs er langleikjahæsti leikmaður í sögu United en hann lék 963 leiki með liðinu á árunum 1990-2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×