Enski boltinn

Gündogan fyrstu kaup Guardiola

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gündogan skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester City.
Gündogan skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester City. vísir/getty
Miðjumaðurinn Ilkay Gündogan er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Manchester City.

Gündogan, sem er 25 ára Þjóðverji, er fyrsti leikmaðurinn sem Pep Guardiola fær til City en hann kemur frá Borussia Dortmund. Talið er að Gündogan kosti City um 20 milljónir punda.

Gündogan gekkst nýverið undir aðgerð á hné en meiðslin koma í veg fyrir að hann geti spilað með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi í sumar. Gündogan missti einnig af HM 2014 vegna meiðsla.

Gündogan lék í fimm ár með Dortmund en hann kom til liðsins frá Nürnberg. Gündogan varð tvöfaldur meistari með Dortmund tímabilið 2011-12 og fór með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×