Ísland tryggði sér sitt sæti með því að vinna Austurríki 2-1 í lokaumferð riðilsins og ná öðru sæti í F-riðlinum.
Ísland mætir Englandi í Nice á mánudaginn kemur en það verður lokaleikur sextán liða úrslitanna.
Ísland er í 15. sæti hjá þessum virta bandaríska fjölmiðli yfir mestar sigurlíkur í sextán liða úrslitum en ESPN segir að það séu 28,2 prósent líkur á því að Íslandi slái út England og komist í átta liða úrslitin.
Það er bara Írar sem eru með minni sigurlíkur í sextán liða úrslitunum en ESPN telur aðeins vera 9,5 prósent líkur á því írska liðið slái út gestgjafa Frakka.
Sigurvegarinn úr leik Íslands og Englands mætir sigurvegaranum úr viðureign Frakklands og Írlands í átta liða úrslitunum. Samkvæmt ESPN eru 4,3 prósent líkur á því að Ísland komist í undanúrslit.
Íslenska liðið hefur síðan aðeins 0,4 prósent sigurlíkur á að fara alla leið og verða Evrópumeistari.
Samkvæmt þessum útreikningum ESPN þá verða Frakkar Evrópumeistarar eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum en Spánn og Belgía detta út í undanúrslitum.
Hér fyrir neðan má sjá alla þessar útreikninga ESPN.
The teams in the #EURO2016 knockout stage have been determined. Here's how SPI sees each team's chances: pic.twitter.com/9KedHI64iL
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 22, 2016