Enski boltinn

Gündogan: Pep og Klopp báðir ástríðufullir en Pep er snillingur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp og Pep Guardiola í alvöru bangsafaðmlagi.
Jürgen Klopp og Pep Guardiola í alvöru bangsafaðmlagi. vísir/getty
Ilkay Gündogan, þýski landsliðsmaðurinn í röðum Manchester City, segir knattspyrnustjóra sinn Pep Guardiola vera besta þjálfara í heiminum.

Gündogan kom til City frá Dortmund þar sem hann vann þýsku deildina og komst í úrslitaleik Meistaradeldarinnar árið 2012 undir stjórn Jürgen Klopp sem nú þjálfar Liverpool.

„Báðir tveir eru heimsklassa stjórar,“ segir Gündogan í viðtali við Express en á tíma sínum hjá Dortmund talaði hann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar um að Klopp væri besti þjálfari heims. Það hefur nú eitthvað breyst.

„Það væri ekki sanngjarnt að segja Jürgen er tilfinningaríkari en þegar maður sér hann lifa sig inn í leikinn er auðvelt að skilja hvers vegna Dortmund gekk svona vel undir hans stjórn.“

„Pep er jafnástríðufullur en á annan hátt. Hann er meira eins og snillingur sem les leikinn og pælir í öllum atriðum hans. Hann er alltaf að sýna okkur hvernig við getum búið til svæði og fundið lausnum. Það er enginn stjóri eins og hann sem gerir hann að þeim besta í heiminum,“ segir Ilkay Gündogan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×