Menning

Ný bók frá Tolkien á leiðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Kápa bókarinnar.
Kápa bókarinnar.
Ný bók úr söguheimi J R R Tolkien verður gefin út á næsta ári. Ber hún heitið Beren og Lúthien. Um er að ræða ástarsögu mennsks manns og ódauðlegrar konu af álfakyni.

Saga Beren og Lúthien hefur þegar komið fram að stórum hluta í Sögu Miðgarðs og SilmarillionTolkien skrifaði hana upprunalega árið 1917. Hins vegar hefur sonur TolkienChristopher, tekið hana saman og bætt við efni sem ekki hefur sést áður. Þá má finna teikningar eftir Alan Lee í bókinni. Hún verður gefin út á tíu ára útgáfuafmæli bókarinnar Börn Húrin.

Tolkien skrifaði ástarsögu Beren og Lúthien eftir að hann hafði tekið þátt í orrustunni um Somme í fyrri heimsstyrjöldinni. Á legsteini þeirra hjóna John Ronald Reuel Tolkien og Edith Mary Tolkien standa nöfnin Luthien og Beren undir nöfnum þeirra.

Frekari upplýsingar um söguna má finna á Wikisíðu Miðgarðs. Hafið hins vegar í huga að þar er að finna svokallaða „HöskuldaWikisíða Beren og Wikisíða Lúthien.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×