Undirbúningur ástralska kvennalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Ríó hefur ekki byrjað glæsilega því í fyrradag tapaði það 7-0 í æfingaleik fyrir unglingsdrengjum, nánar tiltekið U-15 ára liði Newcastle Jets.
Sterka leikmenn sem spila utan heimalandsins vantaði í lið Ástralíu en úrslitin eru samt sem áður afar óvænt.
Ástralar eru númer fimm á heimslista FIFA en liðið hækkaði sig um fjögur sæti frá síðasta lista.
Gary van Egmond, aðstoðarþjálfari ástralska liðsins, var jafn hissa og aðrir á úrslitunum.
„Við bjuggumst ekki við þessu,“ sagði Egmond í samtali við fjölmiðla eftir þennan ótrúlega leik.
„Strákarnir voru virkilega góðir og eiga allt hrós skilið. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru stórkostlegir allan leikinn,“ bætti Egmond við. Hann segir að ástralska liðið neyðist oft til að spila gegn drengjum þar sem það sé erfitt að finna góða kvenandstæðinga.
Ástralía, sem komst í 8-liða úrslit á EM í fyrra, er með Þýskalandi, Kanada og Zimbabve í riðli á Ólympíleikunum í Ríó.
Fimmta besta kvennalandslið heims tapaði 7-0 fyrir 15 ára drengjum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn



Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn

