Fótbolti

Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gianni Infantino.
Gianni Infantino. vísir/getty
Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter.

Prins Ali frá Jórdaníu hefur reyndar farið fram á frestun á kjörinu en ólíklegt þykir að sú seinkun nái í gegn.

Maðurinn sem KSÍ styður, Gianni Infantino, segir að það sé núna eða aldrei fyrir FIFA að taka til í sínum herbúðum.

„Við höfum öll séð síðustu mánuði hvað er í gangi hjá FIFA.  Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra. Það þarf að gera eitthvað í þessu og það strax,“ sagði Infantino.

„Ef við bregðumst ekki við núna þá sé ég ekki að FIFA eigi nokkra framtíð.“


Tengdar fréttir

Vill fresta forsetakjöri FIFA

Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað.

Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×