Enski boltinn

Wenger hefur áhuga á fjallinu hjá Napoli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Koulibaly átti mjög gott tímabil með Napoli.
Koulibaly átti mjög gott tímabil með Napoli. vísir/getty
Eftir að hafa landað svissneska miðjumanninum Granit Xhaka hefur enska úrvalsdeildarliðið Arsenal beint athygli sinni að Kalidou Koulibaly, miðverði Napoli. Þetta kemur fram í frétt the Telegraph.

Koulibaly, sem er 24 ára gamall Senegali, er naut að burðum og gengur stundum undir viðurnefninu K2, eftir næsthæsta fjalli heims.

Talið er að Koulibaly, sem hefur verið í herbúðum Napoli frá 2014, muni kosta Arsenal í kringum 20 milljónir punda.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur í hyggju að styrkja varnarleik liðsins og sér Koulibaly sem góðan kost í miðvarðastöðuna við hlið Laurents Koscielny.

Wenger ku einnig vera í framherjaleit og lítur hýru auga til Álvaro Morata, leikmanns Ítalíumeistara Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×