Enski boltinn

Sjáðu Gylfa í nýja Swansea-búningnum | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi í búningnum sem Swansea spilaði í á síðasta tímabili.
Gylfi í búningnum sem Swansea spilaði í á síðasta tímabili. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City kynnti í dag nýja búninga sem liðið mun spila í á næsta tímabili.

Nýi búningurinn er framleiddur af spænska íþróttavörufyrirtækinu Joma en Swansea hefur leikið í búningum frá Adidas undanfarin ár.

Þá er einnig komin ný auglýsing framan á búninginn frá veðmálafyrirtækinu BETEAST.

Aðalbúningur Swansea alhvítur og án randa sem hafa verið á búningunum undanfarin ár. Varabúningurinn er svo blár.

Sjá einnig: Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal

Hér að neðan má sjá leikmenn Swansea í nýju búningunum, þ.á.m. okkar mann, Gylfa Þór Sigurðsson.


Tengdar fréttir

Ekki liðið sem fer til Frakklands

Ísland tapaði fyrir Noregi, 3-2, í vináttulandsleik í Ósló í gærkvöldi. Mark eftir 40 sekúndur gaf tóninn fyrir Noreg. Ísland hefur nú fengið á sig nítján mörk í átta vináttulandsleikjum síðan EM-sætið var tryggt.

Gylfi hugsar daglega um EM

Búist er við miklu af Gylfa Þór Sigurðssyni á Evrópumótinu í Frakklandi og miðað við gengi hans í ensku úrvalsdeildinni er ekkert að óttast. Hann er í góðu standi og getur ekki beðið eftir EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×