Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 22:45 Íslenskt stuðningsfólk á EM í Frakklandi. Vísir/Samsettar myndir frá Getty Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Ísland sló í gegn á EM í Frakklandi í sumar, bæði strákarnir inn á vellinum með því að komast alla leið í átta liða úrslitin en líka stuðningsfólkið sem streymdi til Frakklands og málaði stúkurnar bláar. Víkingsklappið hjálpaði íslenska stuðningsfólkinu að fanga athygli heimsins þar sem leikmenn og stuðningsfólk sameinaðasti í að búa til magnað stemningu eftir leiki íslenska liðsins. Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Þeir klikkuðu að sjálfsögðu ekki á því að velja íslenska stuðningsfólkið en eins og eru tilnefndir stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Stuðningsmenn ADO Den Haag í Hollandi eru tilnefndir fyrir að koma með mikinn fjölda af leikfangadýrin og henda til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia barnaspítalanum í Rotterdam. Þá eru stuðningsmenn Liverpool og Dortmund tilnefndir fyrir að syngja saman „You´ll never walk alone” fyrir leik liðsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram daginn fyrir 27 ára minningarafmæli vegna Hillsborough harmleiksins. Stuðningsmenn Dortmund sungu lagið á þýsku með stuðningsmönnum Liverpool sem virðingarvott við þá sem létust í slysinu hræðilega. Ísland kom sér í sviðsljósið með flottri framkomu sinni í Frakklandi í sumar og nú getur íslenska þjóðin hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA. Það er hægt að fara inn á heimasíðu FIFA og kjósa bestu stuðningsmennina.Kosningin fer fram hér en 9. janúar kemur í ljós hver fær verðlaunin. Nú er bara að passa upp á að allir kjósi og að allir kjósi rétt. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Ísland sló í gegn á EM í Frakklandi í sumar, bæði strákarnir inn á vellinum með því að komast alla leið í átta liða úrslitin en líka stuðningsfólkið sem streymdi til Frakklands og málaði stúkurnar bláar. Víkingsklappið hjálpaði íslenska stuðningsfólkinu að fanga athygli heimsins þar sem leikmenn og stuðningsfólk sameinaðasti í að búa til magnað stemningu eftir leiki íslenska liðsins. Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Þeir klikkuðu að sjálfsögðu ekki á því að velja íslenska stuðningsfólkið en eins og eru tilnefndir stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Stuðningsmenn ADO Den Haag í Hollandi eru tilnefndir fyrir að koma með mikinn fjölda af leikfangadýrin og henda til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia barnaspítalanum í Rotterdam. Þá eru stuðningsmenn Liverpool og Dortmund tilnefndir fyrir að syngja saman „You´ll never walk alone” fyrir leik liðsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram daginn fyrir 27 ára minningarafmæli vegna Hillsborough harmleiksins. Stuðningsmenn Dortmund sungu lagið á þýsku með stuðningsmönnum Liverpool sem virðingarvott við þá sem létust í slysinu hræðilega. Ísland kom sér í sviðsljósið með flottri framkomu sinni í Frakklandi í sumar og nú getur íslenska þjóðin hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA. Það er hægt að fara inn á heimasíðu FIFA og kjósa bestu stuðningsmennina.Kosningin fer fram hér en 9. janúar kemur í ljós hver fær verðlaunin. Nú er bara að passa upp á að allir kjósi og að allir kjósi rétt.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Sjá meira