Ömurlegt aprílgabb: Messi til Real Madrid á 500 milljónir evra Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 08:15 Lionel Messi verður áfram hjá Barca. Engar áhyggjur. vísir/getty Sprellidagur ársins er runninn upp, fyrsti dagur apríl mánaðar. Í dag verður reynt að gabba hálfa heimsbyggðina með allskonar sprelli og eru íþróttirnar engin undantekning. Hinn risastóri knattspyrnuvefur Goal.com, sem milljónir heimsækja á hverjum degi, ákváð t.a.m. að bjóða upp á eitt ömurlegasta aprílgabb sögunnar. Í frétt miðilsins, sem birtist rétt eftir miðnætti, segir að Real Madrid sé búið að ganga frá kaupum á Lionel Messi. Real Madrid borgar Barcelona riftunarverð Messi sem eru 250 milljónir evra og annað eins í umboðslaun og bónusa. Heildarupphæðin er 500 milljónir evra eða 70 milljarðar íslenskra króna. „Barclona gat ekki borgað mér það sem ég vildi út af „Financial Fair Play“. Ég mældi með að félagið myndi fjármagna samninginn minn með því að selja Nývang en félagið vildi frekar selja mig. Þegar ég frétti það var ég niðurbrotinn og þar með var sambandinu lokið,“ er haft eftir Messi. „Maður eins og ég á að eiga 2000 metra snekkju sem er alltaf í gangi með fullt af starfsfólki eins og Roman Abramovich. Kostnaðurinn við að halda svoleiðis snekkju gangandi er svo mikill að ég verð að fá 50 milljónir evra eftir skatt í laun á ári. Er það til of mikils ætlast,“ segir Messi. Eða þannig. Farið er svo í enn meira sprell þar sem kemur fram að Gerard Pique hafi alltaf unnið Messi í tölvuleiknum FIFA sem honum fannst ekkert sniðugt. Búið er að fótósjoppa mynd af Messi í treyju Real Madrid fyrir gabbið sem má sjá í heild sinni hér. Aprílgabb Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Sprellidagur ársins er runninn upp, fyrsti dagur apríl mánaðar. Í dag verður reynt að gabba hálfa heimsbyggðina með allskonar sprelli og eru íþróttirnar engin undantekning. Hinn risastóri knattspyrnuvefur Goal.com, sem milljónir heimsækja á hverjum degi, ákváð t.a.m. að bjóða upp á eitt ömurlegasta aprílgabb sögunnar. Í frétt miðilsins, sem birtist rétt eftir miðnætti, segir að Real Madrid sé búið að ganga frá kaupum á Lionel Messi. Real Madrid borgar Barcelona riftunarverð Messi sem eru 250 milljónir evra og annað eins í umboðslaun og bónusa. Heildarupphæðin er 500 milljónir evra eða 70 milljarðar íslenskra króna. „Barclona gat ekki borgað mér það sem ég vildi út af „Financial Fair Play“. Ég mældi með að félagið myndi fjármagna samninginn minn með því að selja Nývang en félagið vildi frekar selja mig. Þegar ég frétti það var ég niðurbrotinn og þar með var sambandinu lokið,“ er haft eftir Messi. „Maður eins og ég á að eiga 2000 metra snekkju sem er alltaf í gangi með fullt af starfsfólki eins og Roman Abramovich. Kostnaðurinn við að halda svoleiðis snekkju gangandi er svo mikill að ég verð að fá 50 milljónir evra eftir skatt í laun á ári. Er það til of mikils ætlast,“ segir Messi. Eða þannig. Farið er svo í enn meira sprell þar sem kemur fram að Gerard Pique hafi alltaf unnið Messi í tölvuleiknum FIFA sem honum fannst ekkert sniðugt. Búið er að fótósjoppa mynd af Messi í treyju Real Madrid fyrir gabbið sem má sjá í heild sinni hér.
Aprílgabb Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira