Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur.
Björn Bergmann var ekki leikfær gegn Tyrklandi á föstudaginn og verður ekki klár í slaginn fyrir leikinn á morgun. Kjartan Henry Finnbogason var kallaður inn í hópinn í stað Björns Bergmanns.
Aron Einar Gunnarsson sat fyrir svörum ásamt Heimi Hallgrímssyni á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. Hann segist vera í góðu ásigkomulagi en fyrirliðinn hefur glímt við meiðsli að undanförnu.
„Ég er góður, bara stífur en það er vegna þess að ég var ekki búinn að spila neitt eða æfa í eina og hálfa viku. En ég er góður og flest allir komu vel undan leiknum. Við erum klárir fyrir leikinn á morgun,“ sagði Aron Einar sem leikur sinn 75. landsleik annað kvöld.
Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
