Erfiðast að sjá fólk með allan barnaskarann með sér á götunni Magnús Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2017 11:00 Sóley Dröfn segir að ágengur betlari í París hafi kveikt hjá henni hugmyndina sem liggur að baki sýningunni í Norræna húsinu. Visir/Ernir Sóley Dröfn Davíðsdóttir er sálfræðingur að mennt og starfandi sem forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar en auk þess hefur hún einnig lengi fengist við myndlist. Á morgun, föstudaginn 1. desember, opnar Sóley sýningu í Norræna húsinu þar sem hún sýnir málverk sem eru að mestu unnin á tveggja ára tímabili með andlitsmyndum af útigangsfólki í París en við það bætast nokkrar myndir sem eru málaðar á kaffistofu Samhjálpar og á bar í Reykjavík. „Ég dvaldi tvö ár í París sem fóru að miklum hluta í að sækja mér meiri menntun í myndlistinni sem var búin að vera áhugamál lengi. En sem sálfræðingur hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fólki og örlögum þess og þarna í París sá ég mikið af áhugaverðum og sérkennilegum persónum á götunum. Það var dálítið af betlurum og fólki sem var í erfiðum aðstæðum en í mínu hverfi var sérstaklega einn maður sem ég reyndi að sniðganga vegna þess að hann var stundum ansi ágengur. En dag einn þá var hann kominn með skilti sem á stóð „Er ég ósýnilegur?“ Áletrunin sem var á skilti betlarans er nú yfirskrift sýningar Sóleyjar og hún segir að þetta hafi virkilega vakið hana til umhugsunar. „Þetta er óneitanlega fólk sem er að ákveðnu leyti ósýnilegt okkur hinum því við þykjumst oft hreinlega ekki sjá þau. Þess vegna datt mér í hug að gera þennan hóp sýnilegan. En ég beið lengi með það að byrja á verkefninu, hugsaði sem svo að franskan mín væri ekki nógu góð og svo loks þegar treysti mér til þess að spjalla við fólkið þá kom í ljós að ég hefði líklega betur lært rúmensku sem er fyrsta mál flestra þessara einstaklinga.En það var mjög áhugavert að spjalla við þetta fólk engu að síður og vissulega voru svo sumir eftirminnilegri en aðrir. Sérstaklega man ég eftir einum sem er rosalega flottur og hélt til fyrir utan Pompidou-listasafnið. Hann var greinilega góðkunningi lögreglunnar og sat þarna í mestu makindum og reykti sitt gras alveg pollrólegur en hafði líka frá sitthverju skemmtilegu að segja.“ Sóley segir að óneitanlega hafi verið ákveðið átak að byrja á verkefninu. „Sérstaklega þar sem ég fór þá leið að mála fólkið á staðnum en málverkið hentaði umfram t.d. ljósmyndir þar sem það gaf mér færi á því að kynnast fólki. En þetta eru hins vegar myndir sem eru hratt málaðar og stundum fékk ég einnig að taka ljósmynd til þess að klára svo heima fyrir. Stundum var erfitt að rífa sig upp og fara út til þess að sitja á stéttinni og vinna en kannski var það líka fyrst mest þar sem ég átti von á neikvæðari viðbrögðum frá fólki en raun varð á. Þarna kynntist ég mörgum skemmtilegum einstaklingum og ég man sérstaklega eftir einum sem sagðist vera frá Sevilla á Spáni. Það kom þó fljótlega í ljós að hann var frá Rúmeníu en átti kannski konu á Spáni en eitthvað var það nú óljóst. En hann var með púða sem hann notaði til þess að sitja á stéttinni og hann bauð mér púðann svo það færi nú betur um mig á meðan ég var að vinna. Svona voru karlarnir margir miklir herramenn og fólkið í heildina afar yndislegt.“ Sóley greiddi útigangsfólkinu í París 10 evrur fyrir að fá að sitja hjá því í rúman klukkutíma við málunina. „Kannski voru viðbrögðin jákvæðari fyrir vikið en flestir voru bara hæstánægðir með að það ætti að mála af þeim mynd. En þetta er fólk sem er oft í skelfilega erfiðum aðstæðum og sumt hvað er að flýja fátæktina í Rúmeníu. Eitthvað var um að það væru svo yfirmenn sem áttu götuhornið, einstaklingar sem komu og hirtu bróðurpartinn af þeirra tekjum og skipulögðu starfssemina og það var dapurlegt. En erfiðast fannst mér að sjá fólk sem var jafnvel með barnaskarann með sér og allir sváfu á götunni og það jafnvel um miðjan vetur án þess að það væri eitthvað gert í því. Það mundi nú ekki líðast hér ætla ég rétt að vona.“ Sýning Sóleyjar verður opnuð á morgun í Norræna húsinu kl. 17 og er í anddyri hússins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember. Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Sóley Dröfn Davíðsdóttir er sálfræðingur að mennt og starfandi sem forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar en auk þess hefur hún einnig lengi fengist við myndlist. Á morgun, föstudaginn 1. desember, opnar Sóley sýningu í Norræna húsinu þar sem hún sýnir málverk sem eru að mestu unnin á tveggja ára tímabili með andlitsmyndum af útigangsfólki í París en við það bætast nokkrar myndir sem eru málaðar á kaffistofu Samhjálpar og á bar í Reykjavík. „Ég dvaldi tvö ár í París sem fóru að miklum hluta í að sækja mér meiri menntun í myndlistinni sem var búin að vera áhugamál lengi. En sem sálfræðingur hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fólki og örlögum þess og þarna í París sá ég mikið af áhugaverðum og sérkennilegum persónum á götunum. Það var dálítið af betlurum og fólki sem var í erfiðum aðstæðum en í mínu hverfi var sérstaklega einn maður sem ég reyndi að sniðganga vegna þess að hann var stundum ansi ágengur. En dag einn þá var hann kominn með skilti sem á stóð „Er ég ósýnilegur?“ Áletrunin sem var á skilti betlarans er nú yfirskrift sýningar Sóleyjar og hún segir að þetta hafi virkilega vakið hana til umhugsunar. „Þetta er óneitanlega fólk sem er að ákveðnu leyti ósýnilegt okkur hinum því við þykjumst oft hreinlega ekki sjá þau. Þess vegna datt mér í hug að gera þennan hóp sýnilegan. En ég beið lengi með það að byrja á verkefninu, hugsaði sem svo að franskan mín væri ekki nógu góð og svo loks þegar treysti mér til þess að spjalla við fólkið þá kom í ljós að ég hefði líklega betur lært rúmensku sem er fyrsta mál flestra þessara einstaklinga.En það var mjög áhugavert að spjalla við þetta fólk engu að síður og vissulega voru svo sumir eftirminnilegri en aðrir. Sérstaklega man ég eftir einum sem er rosalega flottur og hélt til fyrir utan Pompidou-listasafnið. Hann var greinilega góðkunningi lögreglunnar og sat þarna í mestu makindum og reykti sitt gras alveg pollrólegur en hafði líka frá sitthverju skemmtilegu að segja.“ Sóley segir að óneitanlega hafi verið ákveðið átak að byrja á verkefninu. „Sérstaklega þar sem ég fór þá leið að mála fólkið á staðnum en málverkið hentaði umfram t.d. ljósmyndir þar sem það gaf mér færi á því að kynnast fólki. En þetta eru hins vegar myndir sem eru hratt málaðar og stundum fékk ég einnig að taka ljósmynd til þess að klára svo heima fyrir. Stundum var erfitt að rífa sig upp og fara út til þess að sitja á stéttinni og vinna en kannski var það líka fyrst mest þar sem ég átti von á neikvæðari viðbrögðum frá fólki en raun varð á. Þarna kynntist ég mörgum skemmtilegum einstaklingum og ég man sérstaklega eftir einum sem sagðist vera frá Sevilla á Spáni. Það kom þó fljótlega í ljós að hann var frá Rúmeníu en átti kannski konu á Spáni en eitthvað var það nú óljóst. En hann var með púða sem hann notaði til þess að sitja á stéttinni og hann bauð mér púðann svo það færi nú betur um mig á meðan ég var að vinna. Svona voru karlarnir margir miklir herramenn og fólkið í heildina afar yndislegt.“ Sóley greiddi útigangsfólkinu í París 10 evrur fyrir að fá að sitja hjá því í rúman klukkutíma við málunina. „Kannski voru viðbrögðin jákvæðari fyrir vikið en flestir voru bara hæstánægðir með að það ætti að mála af þeim mynd. En þetta er fólk sem er oft í skelfilega erfiðum aðstæðum og sumt hvað er að flýja fátæktina í Rúmeníu. Eitthvað var um að það væru svo yfirmenn sem áttu götuhornið, einstaklingar sem komu og hirtu bróðurpartinn af þeirra tekjum og skipulögðu starfssemina og það var dapurlegt. En erfiðast fannst mér að sjá fólk sem var jafnvel með barnaskarann með sér og allir sváfu á götunni og það jafnvel um miðjan vetur án þess að það væri eitthvað gert í því. Það mundi nú ekki líðast hér ætla ég rétt að vona.“ Sýning Sóleyjar verður opnuð á morgun í Norræna húsinu kl. 17 og er í anddyri hússins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember.
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira