Fleiri mæta á leiki Dagnýjar og félaga en hjá fimmtán NBA-liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 16:30 Dagný Brynjarsdóttir. Mynd/Twitter-síða Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Portland Thorns urðu bandarískir meistarar í fótbolta um þar síðustu helgi eftir sigur á North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný var flogin til Evrópu fljótlega eftir úrslitaleikinn til að hitta íslenska landsliðið en hún skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sögulegum 3-2 sigri á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn. Þetta var því engin venjuleg vika hjá okkar konu. Á sex dögum varð Dagný bandarískur meistari og vann líklega stærsta sigurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins..@dagnybrynjars scores a brace for Iceland in historic win vs. Germany; @Lindseyhoran11 plays well for USA: https://t.co/sSMOzEz0k1#BAONPDXpic.twitter.com/rlP8mvjXoj — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 20, 2017 Það vita kannski færri af því að Portland Thorns liðið þykir algjört fyrirmyndarfélag varðandi það að byggja upp vinsældir og áhuga á félagi í atvinnumannadeild kvenna. Það hefur gengið upp og ofan að setja á laggirnar öflugar atvinnumannadeildir kvenna í Bandaríkjunum og forveri atvinnumannadeildarinnar í fótbolta í dag lagði þannig upp laupana. Deildin í ár fór af stað árið 2013. Þetta hefur hinsvegar gengið frábærlega hjá Portland Thorns sem hefur nú unnið NWSL-deildina tvisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum auk þess að vera meðal bestu liðanna öll árin. Dagný sjálf sagði það eftir sigurinn í úrslitaleiknum að það hefði verið pottþétt fullur völlur hefðu þær fengið að spila titilleikinn á sínum heimavelli í Portland. Þar fór íslenska landsliðskonan ekki með neinar fleipur því það hefur verið uppselt á 122 heimaleikjum Portland Thorns í röð.Edie! Edie! Edie!#NWSLChampionship#BAONPDXpic.twitter.com/Iy7wKLnKcF — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 14, 2017 Portland Thorns fékk 17.653 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína á þessu tímabili en það er meira en fimmtán NBA-lið (körfubolti karla), meira en þrettán NHL-lið (íshokkí karla) og meira en eitt MLB-lið (hafnarbolti karla) geta státað af. Það sem vekur líka mikla athygli að kynjaskiptin meðal áhorfenda á heimaleikjum Portland Thorns eru 50-50. Hér má sjá grein þar sem blaðakonan Caitlin Murray á New York Times veltir því fyrir sér hvort Portland Thorns ætti að vera fyrirmyndin af atvinnumannaliðum kvenna í framtíðinni eða hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Portland Thorns urðu bandarískir meistarar í fótbolta um þar síðustu helgi eftir sigur á North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný var flogin til Evrópu fljótlega eftir úrslitaleikinn til að hitta íslenska landsliðið en hún skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sögulegum 3-2 sigri á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn. Þetta var því engin venjuleg vika hjá okkar konu. Á sex dögum varð Dagný bandarískur meistari og vann líklega stærsta sigurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins..@dagnybrynjars scores a brace for Iceland in historic win vs. Germany; @Lindseyhoran11 plays well for USA: https://t.co/sSMOzEz0k1#BAONPDXpic.twitter.com/rlP8mvjXoj — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 20, 2017 Það vita kannski færri af því að Portland Thorns liðið þykir algjört fyrirmyndarfélag varðandi það að byggja upp vinsældir og áhuga á félagi í atvinnumannadeild kvenna. Það hefur gengið upp og ofan að setja á laggirnar öflugar atvinnumannadeildir kvenna í Bandaríkjunum og forveri atvinnumannadeildarinnar í fótbolta í dag lagði þannig upp laupana. Deildin í ár fór af stað árið 2013. Þetta hefur hinsvegar gengið frábærlega hjá Portland Thorns sem hefur nú unnið NWSL-deildina tvisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum auk þess að vera meðal bestu liðanna öll árin. Dagný sjálf sagði það eftir sigurinn í úrslitaleiknum að það hefði verið pottþétt fullur völlur hefðu þær fengið að spila titilleikinn á sínum heimavelli í Portland. Þar fór íslenska landsliðskonan ekki með neinar fleipur því það hefur verið uppselt á 122 heimaleikjum Portland Thorns í röð.Edie! Edie! Edie!#NWSLChampionship#BAONPDXpic.twitter.com/Iy7wKLnKcF — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 14, 2017 Portland Thorns fékk 17.653 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína á þessu tímabili en það er meira en fimmtán NBA-lið (körfubolti karla), meira en þrettán NHL-lið (íshokkí karla) og meira en eitt MLB-lið (hafnarbolti karla) geta státað af. Það sem vekur líka mikla athygli að kynjaskiptin meðal áhorfenda á heimaleikjum Portland Thorns eru 50-50. Hér má sjá grein þar sem blaðakonan Caitlin Murray á New York Times veltir því fyrir sér hvort Portland Thorns ætti að vera fyrirmyndin af atvinnumannaliðum kvenna í framtíðinni eða hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti