Körfubolti

Íslenska liðið með tveggja stiga sigur á Danmörku

Einar Sigurvinsson skrifar
Ragnheiður Einarsdóttir.
Ragnheiður Einarsdóttir. mynd/karfan.is
Íslenska kvenna­landsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri vann tveggja stiga sigur, 59-57, á Danmörku í öðrum leik sínum í B-deild Evr­ópu­móts­ins sem fram fer í Rúm­en­íu.

Ísland byrjaði leikinn betur og vann fyrsta leikhluta, 11-9. Danska liðið var síðan sterkari í öðrum leikhluta sem það vann með átta stigum. Staðan í hálfleik var því 26-20 fyrir Danmörku.

Ísland náði síðan aftur forystunni í þriðja leikhluta sem liðið með átta stiga mun og hélt það forskotinu til leiksloka.

Thelma Dís Ágústs­dótt­ir og Dagbjört Karlsdóttir voru stigahæstar í íslenska liðinu með 12 stig hver. Thelma Dís tók auk þess 11 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hulda Bergsteinsdóttir skoraði 11 stig.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Tékklandi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×